Nýjir starfsmenn hjá Davíð & Golíat

Vöggur Már Guðmundsson hefur verið ráðinn Kerfisstjóri Davíð & Golíat hann hóf störf 1. Júní síðastliðin. Frá árinu 2002 hefur Vöggur starfað sem kerfisstjóri og sérfræðingur hjá Íslandssíma, Vodafone og Alterna. Lengst af starfaði hann hjá Vodafone eða um 10 ár. Vöggur er í sambúð með Álfrúnu Óskarsdóttir, Lyfjafræðing hjá Vistor, og eiga þau saman einn son.

Vöggur mun sinna áframhaldandi þróun á rekstrarumhverfi hýsingalausna DG auk þess að vinna ýmis verkefni tengd netþjónustum fyrirtækisins. Hann hefur sótt ýmsa sérmenntun tengdum Símkerfum, Cisco, Microsoft ofl.

Nýlega hefur fyrirtækið einnig ráðið í vinnu eftirfarandi starfsmenn:

Elín María Þorvarðardóttir hefur hafið störf sem bókari hjá Davíð og Golíat.
Elín starfaði áður fyrir Jarðboranir hf. í útibúi þeirra á eyjunni Dominica í karabíska hafinu frá árinu 2013 við ýmis bókhaldsleg verkefni. Elín er gift Steinari Má Þórsyni og eiga þau saman dóttir og tvo syni. Elín stundar samhliða vinnu, nám við Háskólan í Reykjavík þar sem hún útskrifast sem viðurkenndur bókari.

Jón Kristinn Magnússon hefur verið ráðin í starf forritara í vef- og sérlausnum.
Jón Kristinn hefur stundað nám við tækniskólan í tölvufræði og hefur áður starfað sjálfstætt og unnið við ýmis þjónustustörf .

Ráðningarnar eru mikilvægar til að halda áfram góðu þjónustustigi við núverandi viðskiptavini sem hafa fjölgað töluvert á stuttum tíma. Einnig eru þær mikilvægar til frekari sóknar á tölvu- og fjarskiptaþjónustumarkaði.  

voggurmar